Skilmálar


Greiðsla

Hægt er að greiða með Debit og Kredit kortum, Netgíró og Pei. Einnig er boðið upp á millifærslu í banka eða staðgreiðslu. Við heimsendingu er einnig hægt að greiða með kortum eða staðgreiðslu.

Afhending

Afhendingarmáti er með póstsendingu eða heimsendingu eða það má sækja vöruna að Leirubakka 10, 2hh. Gjald fyrir póstsendingu á Íslandi er frá kr. 860 – kr. 1.560 eftir heimilisfangi. Póstsending er póstlögð næsta dag eftir pöntun. Heimsending (Hjartakrútt afhendir vöruna) er aðeins innan höfuðborgarsvæðisins alla daga og kostar kr. 500. Heimsending er næsta dag eftir pöntun. Það má skrifa í “Aðrar upplýsingar” reitinn á hvaða tíma óskað er eftir afhendingu. Tölvupóstur með staðfestingu pöntunar verður sendur samstundis.

Skilaréttur

Skilafresturinn er 14 dagar ef viðskiptavinurinn er ekki ánægður með dúkkuna eða galli kemur fram. Til þess að dúkkan fáist endurgreidd þarf að skila henni í upprunalegum umbúðum og ásigkomulagi. Endursending dúkkunar er á kostnað kaupanda nema viðskiptavinur hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta. Einnig getur viðskiptavinur komið með dúkkuna til okkar samkvæmt nánara samkomulagi.